Er AirPower loksins að koma?

Er AirPower loksins að koma?

Það gæti bara verið að Apple sé loksins að koma með AirPower hleðslutækið á markað en margir hafa beðið með ofvæni eftir að fá þetta þráðlausa hleðslutæki. 

AirPower mun geta hlaðið iPhone X, iPhone 8, Apple Watch og AirPods. En það hefur sárlega vantað slíkan hleðslukost til að hlaða allt dótið í einu. Þá má gera ráð fyrir að AirPods verði með þráðlausri hleðslu í framtíðinni en núna þarf að tengja það við lightning-snúru.

Það er ekki vitað hvenær af þessu verður en fjölmargir framleiðendur eru þegar að selja þráðlausar hleðslutæki og satt að segja undarlegt að Apple sé svona lengi að koma með þráðlaus hleðslutæki fyrir sín eigin tæki.

Fyrsti dansinn - með iPhone X

Fyrsti dansinn - með iPhone X

Samsung kynnir Galaxy S9

Samsung kynnir Galaxy S9