Farsíminn þinn er ekki myndavél (þó hann taki góðar myndir)

Farsíminn þinn er ekki myndavél (þó hann taki góðar myndir)

Árlega flykkjast tækniáhugafólk á netið til að lesa um nýjustu útgáfuna á iPhone, Samsung Galaxy eða öðru tegundum, til að athuga hvort það sé örugglega ekki einhver ástæða til að kaupa nýjustu týpuna - og sú ástæða finnst oftast. En hvað ertu að fá aukalega á hverju ári?

Stóra spurningin er eiginlega, hvað er eiginlega hægt að bæta í frábærum símum ár frá ári?

Ef við skoðum síma í dag þá eru þeir yfirleitt fáránlega öflugir, með mikið minni, frábæran skjá og geggjaða myndavél. Samt kemur eitthvað nýtt árlega, og við finnum einhver rök til að uppfæra. 

Aðeins öflugri örgjörvi, aðeins meira minni, aðeins betri skjár (sem við sjáum varla muninn á), aðeins betra þetta og aðeins betra hitt. Auðvitað koma reglulega breytingar sem skipta máli, eins og þegar iPhone X kom með andlitsskanna og breyttu útliti. Ég er meira að tala um breytinguna t.d. frá Samsung Galaxy S8 og S9 sem var að koma út. Flestir tala um að það sé sáralítil breyting á milli ára - varla að það taki því að uppfæra. 

Sú breyting sem flestir keppast við að gera betur núorðið er myndavélin. Það er ekki furða enda er iPhone útbreiddasta myndavél sem notuð er af almenningi. Það er ekki furða að myndavélaframleiðendur eru farnir að gera eiginlegar myndavélar líkari símum í virkni svo farsímakynslóðin sé viljugri að kaupa eiginlegar myndavélar.

Farsímar eru með góðar myndavélar en munu alltaf líða fyrir smæð linsunnar. Það breytir ekki miklu að bæta endalaust við megapixlum ef linsan á símanum er eins lítil og hún er, þá er betra að uppfæra hugbúnað símans eða myndflöguna til að fá meiri gæði.

Ef þú tekur mynd á t.d. iPhone X og berð hana saman í sæmilegri stærð, t.d. á tölvuskjá við mynd tekna með alvöru myndavél þá sérðu gæðamuninn. Það er ekki mikið hægt að stækka farsímamyndir og því hafa alvöru myndavélar alltaf forskot ef það á að nota myndina í einhverri alvöru. 

En málið er að við erum alltaf með símann með okkur en ekki alltaf myndavélar og því er það yfirleitt síminn sem er notaður. Mikið af birtingu er á netinu og samfélagsmiðlum og því taka fáir eftir mun á gæðum. En farsímaframleiðendur vita að með því að gera myndavélin enn öflugri - þá eykst notagildið og fleiri sjá rökin við að uppfæra árlega.

Sem ljósmyndari þá mæli ég samt eindregið með því að nota myndavél og eiga myndir í alvöru gæðum en að treysta um og of á farsíma. Það er miklu skemmtilegra upp á minningar og sögulegar heimildir. 

Ef þú átt góða stafræna myndavél, endilega berðu saman myndir úr símanum og myndavélinni. Munurinn er meiri en þú heldur.

Íslenskir ljósmyndarar - Áhugavert viðtal við RAX um ljósmyndun

Íslenskir ljósmyndarar - Áhugavert viðtal við RAX um ljósmyndun

Aukning á niðurhali á Snapchat!

Aukning á niðurhali á Snapchat!