Íslenskir ljósmyndarar - Áhugavert viðtal við RAX um ljósmyndun

Íslenskir ljósmyndarar - Áhugavert viðtal við RAX um ljósmyndun

Kominn er í loftið fyrsti viðtalsþátturinn við íslenska ljósmyndara en við ríðum á vaðið með einum besta ljósmyndara Íslands, Ragnari Axelssyni. 

Ragnar eða RAX hefur verið lengi að og þekkir tímanna þegar menn tóku á filmur og þurftu að framkalla áður en myndir voru skannaðar inn til að birta. Hann ræðir um tæknibreytingarnar sem hann hefur upplifað en einnig um hvernig umhverfi ljósmyndunar hefur breyst í áranna rás. 

RAX hefur myndað fréttamyndir frá unga aldri eins og eldgos og harmfarir sem hann ræðir um en fréttaljósmyndarar þurfa að sýna mikla aðgætni við viðkvæmar aðstæður.

Smelltu hérna til að hlusta á viðtalið við RAX en það má finna á Podcast með því að leita að "Kassinn.net" á Podcastinu eða smella á þennan hlekk. 

Það er Origo, umboðsaðili Canon á Íslandi sem býður upp á Íslenska ljósmyndara.

Canon_RBG_LG.png

Þar sem við erum að prófa nýja, spennandi, hluti með Podcast-þáttunum þá þiggjum við að sjálfsögðu allar ábendingar. Sendið okkur póst á kassinn@kassinn.net ef eitthvað er. 

DSCF2135.jpg
Galaxy S9 sagður með betri myndavél en iPhone X

Galaxy S9 sagður með betri myndavél en iPhone X

Farsíminn þinn er ekki myndavél (þó hann taki góðar myndir)

Farsíminn þinn er ekki myndavél (þó hann taki góðar myndir)