HomePod fær almennt góða dóma (samt ekki fullkomin græja)

HomePod fær almennt góða dóma (samt ekki fullkomin græja)

Apple er byrjað að selja HomePod hátalarann sem á að keppa við Amazon og önnur fyrirtæki um hylli notenda sem vilja tala við heimilistækin, segja þeim að gera tiltekna hluti og eiga þar að auki að hljóma unaðslega. HomePod gerir þetta allt!

Móttökurnar hafa verið góðar þó sumir hafi sagt að HomePod sé takmarkaðri en t.d. Amazon Echo sem þykir með þeim betri á markaðnum. Það kemur svo sem ekki á óvart en Apple hefur jafnan ekki leyft mikið inngrip í tækin sín, sem t.d. Android gerir.

Sem stendur leyfir Apple t.d. Spotify að spila tónlist í HomePod sem er ansi stórt atriði fyrir marga en Apple er auðvitað að reyna að selja Apple Music áskriftir.

Hljómgæðin úr HomePod eru sögð afar góð og því eru margir spenntir fyrir að fá sér þetta nýjasta undratæki frá Apple og segja Siri að spila skemmtilega tónlist. 

Meira seinna (þegar við höfum fengið í hendurnar HomePod)...

Hér að neðan má sjá umfjöllun frá The Verge um HomePod.

Í BEINNI: Tesla í geimnum og Space Oddity í tækinu!

Í BEINNI: Tesla í geimnum og Space Oddity í tækinu!

Ljósmyndarinn og landsliðsþjálfarinn Gummi Gumm

Ljósmyndarinn og landsliðsþjálfarinn Gummi Gumm