Ljósmyndarinn og landsliðsþjálfarinn Gummi Gumm

Ljósmyndarinn og landsliðsþjálfarinn Gummi Gumm

Guðmundur Guðmundsson tók aftur við stjórntaumunum hjá íslenska landsliðinu í handbolta í vikunni. Guðmundur hefur náð frábærum árangri með þau landslið sem hann hefur stýrt en hann er jú maðurinn á bakvið silfrið á Ólympíuleikunum í Peking, ó minningarnar!

En færri vita líklega að Gummi er mikill ljósmyndaáhugamaður sem hefur m.a. áhuga á að mynda fugla og fjöll. Það er leið sem hann notar til að slaka á og greinilega virkar það ágætlega til að núllstilla hann á milli stórmóta.

Kassinn.net heyrði í Gumma í morgunsárið og fékk að vita að kappinn notar Canon EOS 7D vél og linsan sem er í uppáhaldi er Canon 300 2.8. Alls ekkert slor sem Gummi notast við!

Hérna er viðtal sem Sport.is tók við Gumma árið 2002 en þar fer hann yfir ljósmyndaáhugann.

 

HomePod fær almennt góða dóma (samt ekki fullkomin græja)

HomePod fær almennt góða dóma (samt ekki fullkomin græja)

App dagsins - Newton Mail er smekklegt með augljósum kostum

App dagsins - Newton Mail er smekklegt með augljósum kostum