Galaxy S9 sagður með betri myndavél en iPhone X

Galaxy S9 sagður með betri myndavél en iPhone X

Eins og við fjölluðum um í vikunni þá er farsíminn þinn EKKI myndavél - sem slíkur. En það er ekki hægt að neita að símar í dag eru farnir að taka ansi góðar myndir! 

Samsung kynnti í vikunni Galaxy S9 sem er með myndavél sem er með nýrri tækni en það er að vera með tvö ljósop til að velja um. Stærsta ljósopið er 1.5 sem þykir ansi gott en með því er hægt að taka myndir í nánast myrkri sem og er hægt að láta allt nema það sem fókusað er á vera ógreinilegra eða úr fókus, sem er þekkt ljósmyndaratrikk til að einangra viðfangsefnið frá öðru á myndinni.

S9 er með ljósop 1.5 og 2.4 en þessi mismunandi ljósop nýtast til að fá ákveðna stemningu í myndina. 

Þá segja þeir sem hafa prófað að myndgæðin úr S9 séu betri en úr iPhone X sem hefur hingað til þótt með hvaða bestu myndgæðin. Þar kemur nýja DRAM myndflagan frá Samsung sterk inn en notendur hafa sagt að það sé mun minna "noise" á myndum úr S9. 

Við bíðum spennt eftir að fá S9 til að prófa en gert er ráð fyrir að Galaxy S9 komi í sölu á Íslandi á komandi dögum.

Instagram mun bjóða upp á videósímtöl

Instagram mun bjóða upp á videósímtöl

Íslenskir ljósmyndarar - Áhugavert viðtal við RAX um ljósmyndun

Íslenskir ljósmyndarar - Áhugavert viðtal við RAX um ljósmyndun