Apple stefnir að ryk- og mylsnulausum lyklaborðum

Apple stefnir að ryk- og mylsnulausum lyklaborðum

Apple hefur sótt um einkaleyfi í Bandaríkjunum á tækni sem gerir lyklaborð enn betri hvað mylsnu, ryk og annað slíkt varðar. Um er að ræða ræða nýja hönnun á hnöppunum sem loka á allt utanaðkomandi eins og að ryk eða slíkt komist meðfram takkanum á lyklaborðinu.

Þetta var aðallega vandamál í eldri lyklaborðum hjá Apple en ryk og annað átti auðvelt með að komast inn í lyklaborðið og það endaði með ferð á verkstæðið til að fjarlægja ruslið sem festist í tökkunum. Nýrri lyklaboð eru mun betri þegar að þessu kemur en Apple vill núna eyða þessu veseni í eitt skipti fyrir og öll.

Hönnunin er svo sem engin geimvísindi en eins og sjá má á myndinni hér að neðan þá eru takkarnir þannig að þau loka alveg á umhverfið - og því verða mýsnar bara að éta mylsnuna en ekki tölvan. 

Screen Shot 2018-03-12 at 13.07.19.jpg
Ljósmyndarinn Brian Worley með námskeið á vegum Canon

Ljósmyndarinn Brian Worley með námskeið á vegum Canon

WhatsApp gefur þér núna klukkustund til að bjarga klúðrinu

WhatsApp gefur þér núna klukkustund til að bjarga klúðrinu