WhatsApp gefur þér núna klukkustund til að bjarga klúðrinu

WhatsApp gefur þér núna klukkustund til að bjarga klúðrinu

Skilaboðaskjóðan WhatsApp var uppfært á dögunum en stærsta breytingin, og satt að segja nauðsynlega, var lengri tími til að eyða skilaboðum sem send voru óvart til annarra notenda WhatsApp. 

Ein klukkustund, 8 mínútu og 16 sekúndur er núna sá tímarammi sem þú færð til að smella á "Delete for everyone" en þá eyðir WhatsApp skilboðunum hjá öllum þeim sem fengu óvart þessi skilaboð. Tíminn var einungis 7 mínútur en eftir þann tíma var ekki hægt að kalla þau til heimahúsanna.

Reyndar fá allir sem fá skilaboðin tíma til að lesa þau á þeim tíma sem þau eru "lifandi" á tækjum viðkomandi en ef þú sendir á einhverja sem náðu ekki að opna þau innan þessa tímaramma þá eyðast þau og viðkomandi sér þau ekki.

WhatsApp hefur ekki sent neinar upplýsingar af hverju þessi breyting kom en líklega hafa einhverjir notendur kvartað yfir tímanum sem þau fá til að eyða skilaboðum sem send voru í ógát - eða pirringskasti.

Apple stefnir að ryk- og mylsnulausum lyklaborðum

Apple stefnir að ryk- og mylsnulausum lyklaborðum

Geymdu myndirnar (og gögnin) á góðum stað

Geymdu myndirnar (og gögnin) á góðum stað