Apple Pay á leiðinni til Hollands - Ísland í röðinni?

Apple Pay á leiðinni til Hollands - Ísland í röðinni?

Fregnir úr heimi Apple segja að Apple Pay sé á leiðinni til Hollands og það sé verið að skoða fleiri lönd til að innleiða þessa leið til að greiða fyrir vörur og þjónustu. Þá þarftu ekki alltaf að vera með greiðslukort en allar upplýsingar eru í símanum og þú borgar með símanum og eða Apple Watch.

Íslenskir bankar hafa skoðað að innleiða Apple Pay en vandi Íslands er að markaðurinn er lítill og Apple einbeitir sér að stærri mörkuðum sem stendur - líklega veit ekki Apple hversu mikla eyðsluklær við Íslendingar erum.

Síminn er með Síminn Pay sem er samskonar greiðslumáti og Apple Pay en sem stendur eru ekki mörg fyrirtæki sem bjóða upp á Síminn Pay og því ekki ennþá hægt að treysta á að skilja greiðslukortin - eða peninginn eftir heima.

Það er samt hægt að nota Apple Pay á Íslandi en flestir greiðslumiðlarar taka við greiðslum í gegnum Apple Pay en því miður er þessi þjónusta ekki í boði fyrir Íslendinga - nema að fara krókaleiðir og vera með greiðslukort erlendis sem býður upp á Apple Pay.

Vonandi kemur þetta hingað sem fyrst - svo við getum gleymt kortunum heima án þess að lenda í veseni.

Hawking hefur yfirgefið jörðina...

Hawking hefur yfirgefið jörðina...

Ljósmyndarinn Brian Worley með námskeið á vegum Canon

Ljósmyndarinn Brian Worley með námskeið á vegum Canon