Spekingar segja Galaxy S9 ekki mikla uppfærslu

Spekingar segja Galaxy S9 ekki mikla uppfærslu

Það er ekki langt um liðið síðan Samsung setti á markaðinn nýjasta flaggskipið sitt sem er Galaxy S9 og Galaxy S9+. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessari uppfærslu síðan Apple kom með iPhone X og áttu margir von á einhverri tækniveislu af hálfu Samsung - sem virðist ekki hafa verið raunin.

Flestar umfjallanir um S9 hafa verið á þá leið að um sé að ræða frábæran síma en eina nýjungin sé betri myndavél sem aðallega er vegna linsunnar sem er með breytanlegt ljósop. Það er svo sem erfitt að toppa S8 neitt að ráði en hann ræður við allt það sem forrit og notkun kallar á af notendum.

Myndavélin er stóra breytingin en linsan er með breytilegt ljósop sem getur framkallað sama effekt og linsurnar tvær á iPhone X og Pixel 2. Þá er myndavélin enn betri en áður að taka myndir þar sem dimmt er en svo má alltaf deila um hvenær það sé nauðsynlegt að taka myndir í nánast myrkri.

Varðandi hraðann þá er hann fljótari að gera alla hluti en S8 en samt á svipuðu reiki og iPhone X og Pixel 2. Það er því kannski ekki ástæða til að strauja kreditkortið til að uppfæra í S9 - þ.e. ef þú ert sáttur með S8 símann.

Er eðlilegt að Gervais fái 4 milljarða fyrir uppistand?

Er eðlilegt að Gervais fái 4 milljarða fyrir uppistand?

Hawking hefur yfirgefið jörðina...

Hawking hefur yfirgefið jörðina...