Er eðlilegt að Gervais fái 4 milljarða fyrir uppistand?

Er eðlilegt að Gervais fái 4 milljarða fyrir uppistand?

Í vikunni kom Humanity uppistandið hans Ricky Gervais á Netflix. Humanity er sýning sem Gervais hefur flutt víðsvegar um heiminn og meðal annars á Íslandi en hann kom í Hörpu á seinasta ári og fékk fólk til að pissa á sig úr hlátri - svona flesta.

Humanity er núna komið á Netflix sem er ekki frásögu færandi en Netflix hefur verið duglegt að setja inn uppistand frá grínistum en líklega er Gervais einn sá frægasti sem hefur farið á Netflix. Það sem margir eru hugsi yfir er greiðslan sem Ricky Gervais fær frá Netflix en hann fær um 40 milljónir dollara fyrir Humanity - sem slatti.

Sjálfur segist hann ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé að gagnrýna það enda sé hann einungis að selja vinnuna sína og skiljanlega vilji hann fá sem mest. 

Uppsetningin á Humanity er ekki beint dýrt í framleiðslu en hann stendur einn á sviði og er með eitt púlt þar sem hann er með bjórinn sem hann sötrar öðru hverju til að væta kverkarnar. Af hverju kostar þá 40 milljónir dollara eða um 4 milljarða fyrir þetta efni? Einfalt, þetta er gríðarlega vinsælt efni enda hefur verið uppselt á allar sýningarnar hans Gervais útum allan heim. Það kom í ljós þegar Humanity datt inn á Netflix en þá var erfitt að tengjast við Netflix um tíma en þá fóru ansi margir inn í einu til að horfa á þáttinn.

Það má alltaf gagnrýna upphæðir sem greiddar eru fyrri eitt og annað, eins og 4 milljarða fyrir einn þátt sem einum manni - sem er samt svo fáránlega vinsæll að þegar upp er staðið þá borga þessir peningar sér aftur tilbaka. Og þá helgar tilgangurinn meðalið - honum finnst það allavega.

Screen Shot 2018-03-19 at 11.48.07.jpg

En við mælum með að þið fylgið Ricky Gervais á Twitter, hann er öflugur þar og er að svara hinu og þessu sjálfur - og svo mælum við eindregið með að þið horfið á Humanity ef þið misstuð af sýningunni á Íslandi. Og verið tilbúin að pissa á ykkur úr hlátri - grínlaust!

Fleira um Ricky Gervais!

Gervais er ötull talsmaður um dýravernd en hann eyðir miklum fjármunum í að koma í veg fyrir ofbeldi gegn dýrum enda mikill dýravinur. Hann talar mikið um þetta vandamál á sýningum sínum þannig að hann er ekki einungis að með gamanmál heldur notar hann athyglina sem hann er að fá til góðra verka.

Gervais er einnig höfundur upprunalegu The Office þáttana og fær hann gríðarlegar tekjur af þeim árlega enda er alltaf verið að framleiða þættina í nýjum löndum á mörkuðum - og hann fær tekjur af því. Hér að neðan má sjá viðtal við Gervais hjá Jimmy Fallon þar sem hann ræðir m.a. The Office.

X100F er mögnuð götulífsmyndavél frá Fujifilm

X100F er mögnuð götulífsmyndavél frá Fujifilm

Spekingar segja Galaxy S9 ekki mikla uppfærslu

Spekingar segja Galaxy S9 ekki mikla uppfærslu