Mun Google afhenda gögnin þín til að leysa sakamál?

Mun Google afhenda gögnin þín til að leysa sakamál?

Fréttir frá Bandaríkjunum herma að það sé góðar líkur á að Google muni afhenda lögreglu gögn úr Google Maps appinu til að leysa glæpamál sem eru í rannsókn. Eitt slíkt mál er í skoðun en lögreglan hefur óskað eftir hvaða notendur voru á tilteknu svæði þegar skotárás átti sér stað nýlega.

Þetta þýðir að Google muni mögulega þurfa að afhenda lögreglu gögn sem sýnir hvar þú varst og hvenær. Lögreglan myndi svo nota upplýsingarnar til að finna vitni eða glæpamanninn sjálfan ef svo ber undir.

Mikil umræða er um notkun á slíkum gögnum en þar takast á hópar sem vilja friðhelgi varðandi persónuleg gögn og þau sem vilja gera allt til að leysa sakamál. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi umræða kemur upp en t.a.m. hefur Apple neitað að opna læsta síma sem hafa tengst sakamálarannsóknum. Það var ekki fyrr en dómstólar dæmdu að Apple bæri að hjálpa við rannsóknina að fyrirtækið lét undan. Hins vegar þarf hvert og eitt slíkt mál að fara fyrir dómara og það getur tekið langan tíma sem oft er ekki til staðar í rannsóknum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu með Google Maps en margir munu væntanlega endurskoða notkun á forritinu ef lögreglan fær aðgang að gögnum úr símanum.

Eru endalok Facebook yfirvofandi?

Eru endalok Facebook yfirvofandi?

X100F er mögnuð götulífsmyndavél frá Fujifilm

X100F er mögnuð götulífsmyndavél frá Fujifilm