X100F er mögnuð götulífsmyndavél frá Fujifilm

X100F er mögnuð götulífsmyndavél frá Fujifilm

Það er gríðarlega vinsælt meðal ljósmyndara að taka götulífsmyndir, þ.e. myndir úr daglega amstrinu af fólki að gera eitt og annað án þess þó að myndefnið taki eftir að það sé verið að taka af því myndir. Þessi tegund ljósmyndunar kallast "street photography" eða götulífsljósmyndun.

Neðst á síðunni má sjá nokkrar götulífsmyndir sem ritari þessarar greinar tók en þær eru teknar með Fujifilm X100F smávélinni. Á næstunni ætlum við að benda á góða valkosti þegar kemur að myndavélum sem lítið fer fyrir, eru tæknilega fullkomnar og með frábærum myndgæðum. Þær eru í mismunandi verðflokkum en við byrjum á hinni stórskemmtilegu Fujifilm X100F sem hefur unnið hug og hjörtu margra götulífsljósmyndara. 

Það góða við smávélar
Þegar þú ert með litla vél þá er fólk ekki eins vart við þig og heldur líklega að þú sért bara einhver túristi eða amatör sem er að mynda með gömlu vélinni sem afi þinn eða amma áttu. Vélarnar eru í "retro" útliti eins og gömlu vélarnar voru - sem er æðislegt - og þú ert ekki eins og fréttaljósmyndari með risastóra myndavél sem ógnandi og óþægilegt að hafa í andlitinu. Ég hef lent í því að fólk hefur komið til mín þegar ég er að mynda með litlum vélum og það spyr hvort vélin sé antík vél og finnst hún krúttleg ef eitthvað er. 

Það er það kosturinn við þessar vélar - þú ert ekkert áberandi og getur því myndað án þess að trufla og farið nær viðfangsefninu. 

Vindlavefjari í Dóminíska Lýðveldinu  (Instagram: @hilmartor)

Vindlavefjari í Dóminíska Lýðveldinu (Instagram: @hilmartor)

Fujifilm X100F
X100F kom á markaðinn fyrir um ári síðan en hún tók við keflinu af X100S. Fujifilm hefur verið leiðandi í framleiðslu á speglalausum vélum eða range finder en þá tekur myndavélin myndina beint í gegnum myndavélina án þess að þurfa að sveifla spegli upp eins og er á SLR vélum. 
Margar vélar eru fáanlegar frá Fujifilm - bæði með útskiptanlegum linsum en einnig með föstum linsum. Við ætlum að tala um þannig vélar hérna en er mikið frelsi falið í því að vera með eina vél með einni linsu og þurfa ekki að hugsa um aðrar linsur eða vera skúffaður að því þú gleymdir einhverri linsunni heima. Þú ert bara með þetta verkfæri og þú þarft að færa þig fram eða aftur og virkilega vera ljósmyndari. Ekkert zoom eða slíkt, bara hugsun um að ná myndinni eða "decisive moment" eins og það kallaðist þegar ljósmyndarar voru bara með myndavél sem tók eina mynd og svo þurfti að skella annarri filmu í myndavélina.
X1ooF er svipuð að stærð og gömlu Leicurnar og svipar til þeirra í útliti. Hún er 24,3mp sem er sambærilegt við stærri vélar, hægt er að fara með ISO mjög hátt og eru ótrúleg myndgæði þegar tekið er við erfiðar aðstæður hvar lýsingu varðar og vélin er snörp og hröð að vinna. 

Instagram: @hilmartor

Instagram: @hilmartor

Color is everything, black and white is more.
— Dominic Rouse

Það eru þá ákveðnir kostir sem ber að minnast á sem gera þessa vél æðislega við myndatökur, hér að neðan eru nokkrir skemmtilegir kostir.

Linsan: Vélin er með 23mm linsu sem er 2.0 ljósop. Vélin er með APS-C myndcellu og því verður linsan 35mm í notkun. Þetta er mjög góður myndflötur eða vinkill sem hentar vel í t.d. götulífsmyndatökur. Linsan er mjög skörp og það er ástæða af hverju Fujifilm hefur ekki skipt linsunni út á X100 vélunum, og satt að segja er engin ástæða til þess. Frábært gler.

Hybrid viewfinder: Það er hægt að nota bæði rafrænan og gler "viewfinder" til að skoða myndefnið þegar þú ert að taka. Hybrid valkosturinn notar tæknilega séð þá báða en þá koma allar upplýsingar í myndglugganum en þú ert samt að sjá myndefnið eins og það er beint fyrir framan þig. Með rafrænum myndglugga (electronic viewfinder) þá sérðu myndgluggann á skjá sem getur verið betra t.d. við aðstæður þar sem er dimmt og einnig geturðu þá séð hvaða filmustillingu þú ert að nota.

Filmustillingar: Vandinn við stafrænar vélar í samanburði við filmuvélar þá er ekki lengur hægt að fá ákveðið útlit eða "fíling" á myndum. Fuji hefur t.d. framleitt margar skemmtilegar filmur eins og Velviu, Proviu og fleiri sem hver og ein er með sinn karakter, eins og kornastærð og lit. 
X100F er með þessum filmustillingum innbyggðum en hægt að velja vinsælustu filmur Fuji sem og Acros-stillingu sem er svart/hvít stilling og ég verð að segja að hún er geðveik, fallegur svart/hvítur tónn með smá korna-fíling.

Vélin sjálf: X100F er einstaklega vel hönnuð og stórt stökk var tekið frá X100S í X100F en þá t.d. kom stýripinni aftan á vélina og mun öflugri örgjörvi stýrir vélinni. 

Mikilvægt að eiga: Fáðu þér aukarafhlöður. Það er alltaf gott að eiga 2-3 aukarafhlöður til að missa ekki af flottum myndum útaf tómri rafhlöðu.

Taktu í RAW - Þá áttu alltaf frummyndina í bestu gæðum

Notaðu Film simulations - Það er gaman að mynda eins og með gömlu góðu filmunni

Taktu í svart/hvítu - Það er ögrun að hugsa í svart/hvítu. Myndirnar verða líka áhrifaríkari!

Ekki vera hræddur! - Farðu nálægt viðfangsefninu, talaðu við það og smelltu um leið!

RTFM (read the fucking manual) - Lestu um vélina, kynntu þér stillingarnar og lærðu almennilega á græjuna!
Ragnar Axelsson (RAX)

Ragnar Axelsson (RAX)

Ef þú ert að hugsa um vél sem hentar í götulífs-ljósmyndun þá er Fujifilm X100F frábær kostur. Hún er ekki mjög dýr en þú færð mjög mikið fyrir peninginn. Fujifilm hefur verið að sækja í sig veðrið á myndavélamarkaðnum en vélar frá t.d. Leica hafa hingað til verið mest áberandi á þessum markaði. 

Við munum fjalla um aðrar vélar sem eru góðar í götulífs-ljósmyndun á komandi vikum. 


Skemmtilega aukahluti fyrir Fujifilm X100F má sjá hér að neðan

Sailor Staip  ólar - Mun þægilegri en ólin sem kemur með vélinni - og kúl!  Sailor Strap

Sailor Staip ólar - Mun þægilegri en ólin sem kemur með vélinni - og kúl!
Sailor Strap

Squarehood  - Gerir vélina aðeins Leicu-legri, ver linsuna og er nettari en sólhúddið frá Fujifilm.  www.squarehood.se

Squarehood - Gerir vélina aðeins Leicu-legri, ver linsuna og er nettari en sólhúddið frá Fujifilm.
www.squarehood.se

Lens Mate Thumb  grip - Mun betra að nota vélina með einni hönd með þumaltakka  Lensmate

Lens Mate Thumb grip - Mun betra að nota vélina með einni hönd með þumaltakka
Lensmate

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar eru með X100F. Þær eru margar í Instagram-stærð en ég nota Instagram appið mest til að setja myndir á netið (www.instagram.com/hilmartor)

Mun Google afhenda gögnin þín til að leysa sakamál?

Mun Google afhenda gögnin þín til að leysa sakamál?

Er eðlilegt að Gervais fái 4 milljarða fyrir uppistand?

Er eðlilegt að Gervais fái 4 milljarða fyrir uppistand?