Eru endalok Facebook yfirvofandi?

Eru endalok Facebook yfirvofandi?

Það standa öll spjót að Facebook þessa daganna eftir að fyrirtækið varð uppvíst um að persónuleg og greinanleg gögn frá 50 milljón notendum voru notuð í forsetakosningunum í Bandaríkjunum en það var fyrirtæki sem vann fyrir Donald Trump sem fékk aðgang að viðkvæmum gögnum sem það hefði samkvæmt skilmálum Facebook ekki mátt komast yfir og hvað þá nota.

Margir hafa ráðlagt notendum Facebook að hætta þar en þeir líta svo á að fyrirtækið hafi sýnt að það geti ekki geymt og hvað þá tryggt öryggi persónugagna sem notendur Facebook láta, stundum án þess að vita það, af hendi. Einn af stofnendum WhatsApp skilaboða þjónustunnar segir að það sé einungis tímaspursmál þangað til stærri vandamá koma upp hjá Facebook en fyrirtækið er með notendur sem teljara marga milljarða.

Þeir sem hafa skoðað virkni Facebook þá er margt þar sem gefur meiri upplýsingar um þig en þú mögulega vilt gefa upp. T.d. er hægt að fylgjast með hvar og hvenær þú ert á hverjum tíma og jafnvel hvar þú verslar og fleira. Þessar upplýsingar búa til snið um þig sem hægt er að áframnota eins og Facebook gerði, án leyfis, til markaðsnota.

Nefnd á vegum breska þingsins er einn af þeim aðilum sem vilja fá stjórnendur Facebook á fund til að fara yfir málið en ríkin sjálf geta bannað notkun á Facebook lagalega, þó það notendur gætu vafalaust fundið leiðir til að komast framhjá slíku banni.

Eru endalok Facebook yfirvofandi? Varla. Þetta er vinsælasta samfélagsmiðill heims og frekar ólíklegt að notendur yfirgefi skipið... enn sem komið er.

X-H1 fær góða dóma hjá atvinnumönnum

X-H1 fær góða dóma hjá atvinnumönnum

Mun Google afhenda gögnin þín til að leysa sakamál?

Mun Google afhenda gögnin þín til að leysa sakamál?