X-H1 fær góða dóma hjá atvinnumönnum

X-H1 fær góða dóma hjá atvinnumönnum

Fujifilm setti nýlega á markaðinn X-H1 vélina sem á að keppa við vélar á borð við Canon EOS 1Dx Mark II og Nikon D5 en þetta eru þekktir vinnuhestar sem varla slá feilpúst. 

Móttökurnar á X-H1 hafa verið mjög góðar en vélin er með nýjungum sem ekki hafa sést áður en eins og "In-body image stabilization" sem hjálpar til við að fá óhreyfðar myndir, sérstaklega ef tekið er á lágum hröðum, "Flickering reduction" sem jafnar út ljós sem t.d. kemur frá flúorsent perum en þær blikka mikið og geta því rammar verið mismunandi lýstir þó myndin sé tekin á nákvæmlega sama stað. Fleiri skemmtilega fítusa má finna í vélinni eins og "Feather touch shutter button" sem gerir afsmelli-takkann mjúkan og hentar vel t.d. þegar myndað er þar sem þú vilt vera eins hljóðlátur og hægt er.

img_main01.jpg

Vélin tekur allar X-linsurnar sem eru orðnar ansi margar og því ekki hægt að horfa framhjá þessari græju vegna skorts á góðu gleri en Fujifilm hefur fengið mikið lof fyrir linsurnar sem fyrirtækið framleiðir.

Fuijifilm er líka að horfa á videó-markaðinn en Eterna filmustilling er á vélinni sem lætur videóið fá kvikmyndablæ. 

Þeir sem hafa prófað vélina segja hana komast í heim þungavigtarvéla og myndgæðin (24,3MP) og hraðinn í vélinni sé til fyrirmyndar.

Meira um vélina á næstu dögum - hér að neðan má sjá hinn stórskemmtilega Kai W prófa vélina.

Klikkaður trailer fyrir Deadpool 2!

Klikkaður trailer fyrir Deadpool 2!

Eru endalok Facebook yfirvofandi?

Eru endalok Facebook yfirvofandi?