Er að koma samfellanlegur iPhone?

Er að koma samfellanlegur iPhone?

Það má sjá allskonar undrahluti í kvikmyndum sem eru svo ekki til í raunveruleikanum, eins og fólk brjóta lögmál þyngdaraflsins með því að stökkva á milli húsa án þess að hrapa til jarðar og jafnvel tæki sem eru svo framúrstefnuleg að maður flissar bara eins og smákrakki að sjá þau - svo langt heldur maður að það sé í að þau verði til í alvörunni.

En tíminn líður hratt á gervihnattöld, hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld. Og nú koma fregnir úr tækniheiminum að Apple sé nánast búið að hanna síma sem hægt er að brjóta saman og stækka þannig úr síma í iPad - og þetta sé mögulega á markaðinn árið 2020!

Tæknifyrirtækin eru jú að keppa endalaust um nýjungar og það er ekki beint einungis hægt að uppfæra símanna árlega, fólk vill eitthvað nýtt og spennandi.

Samfellanlegur sími væri snilld ef hann virkar sem skyldi. Með breyttri tækni og allt að verða minna og þynnra þá gæti svona sími virkilega verið spennandi kostur. Þá værirðu með síma sem er svipaður að þykkt og símar í dag en þú gætir svo stækkað hann með því að breiða úr honum, t.d. til að horfa á kvikmynd eða fá meira pláss fyrir ritvinnsluna. 

Þetta hljómar allt frekar fjarsótt. En tækninni fleygir fram og því er aldrei að vita nema iPhone F (Foldable) komi áður en við vitum af! 

Ég er allavega spenntur!

 

Facebook biðst afsökunar... í dagblöðum

Facebook biðst afsökunar... í dagblöðum

FIFA og Hublot með HM úr - sem er ekki ódýrt!

FIFA og Hublot með HM úr - sem er ekki ódýrt!