Facebook biðst afsökunar... í dagblöðum

Facebook biðst afsökunar... í dagblöðum

Samfélagsmiðlarisinn Facebook birti um helgina heilsíðuauglýsingar í mörgum af stærstu dagblöðum heims þar sem fyrirtækið baðst afsökunar á að hafa ekki gætt nægilega vel upp á persónuupplýsingar notenda. Þetta kom eftir að gagnafyrirtækið Cambridge Analytica sagðist hafa notað upplýsingar í kosningabaráttu Donalds Trump í Bandaríkjunum.

Mark Zuckenberg, eigandi og forstjóri Facebook, segir í yfirlýsingunni að Facebook hafi ekki staðið vaktina og biður hann notendur afsökunar á því. Hann segir að Facebook muni gera allt til að endurvinna traust notenda en hann skilji að það muni taka tíma.

Það er nokkuð áhugavert að risinn á netmarkaði noti dagblöð til að birta skilaboð sín en ansi margir hafa í gegnum tíðina nánast afskrifað dagblaðaresktur eftir að netið varð eins útbreidd og það er.

Það er kannski að koma í ljós að netið er ekki eins öruggur staður og fólk heldur, sérstaklega þar sem við erum endalaust að deila upplýsingum og skilja eftir okkur brauðmola sem hægt er að rekja langt tilbaka.

Við erum sjálf að dreifa upplýsingum um okkur - stanslaust!

Við erum sjálf að dreifa upplýsingum um okkur - stanslaust!

Er að koma samfellanlegur iPhone?

Er að koma samfellanlegur iPhone?