FIFA og Hublot með HM úr - sem er ekki ódýrt!

FIFA og Hublot með HM úr - sem er ekki ódýrt!

Það styttist í HM og allskonar hlutir farnir að birtast sem tengjast mótinu í Rússlandi eða verða notaðir á mótinu sjálfu. Einn slíkur hlutur er HM úr sem FIFA og svissneski úraframleiðandinn Hublot er að framleiða.

Um er að ræða snjallúr sem er með því smekklegra sem sést en það er keyrt á Android stýrikerfi og verður m.a. notað af dómurum á HM í sumar - þ.e. sérstök útgáfa af því.

Úrið er einnig ætlað til stuðningsmanna en það er hægt að stilla það á ýmsa vegu og t.d. verður hægt að velja lið, ÍSLAND auðvitað, og þá kemur það með allskonar hluti sem tengjast leikjum Íslands eins og skoruðum mörkum (Livescore), markaskorurum, áminningu að leikur sé að byrja og allskonar upplýsingum.

Úrið er samt ekki beint gefins en það mun kosta um 5000 svissneska franka eða ríflega hálfa milljón í íslenskum ylhýrum krónum. Ekki beint ódýrt - en fallegt er það!

 

ENN8tFRsqnLRrRJsNPmBvn-2560-80.jpg
Er að koma samfellanlegur iPhone?

Er að koma samfellanlegur iPhone?

Myndbandagerð þarf ekki að vera dýr

Myndbandagerð þarf ekki að vera dýr