Snjallúr geta komið í veg fyrir heilsuáföll

Snjallúr geta komið í veg fyrir heilsuáföll

Það eiga margir snjallúr en færri sem vita að snjallúr geta komið í veg fyrir að þú fáir hjartaáfall. Þau snjallúr sem geta lesið hjartsláttinn og þá einnig séð ef eitthvað er ekki eins og það á að vera þá getur úrið látið þig vita ef það eru líkur á að hjartað sé að erfiða og hringt í neyðarlínu ef hjartað hættir að slá.

Það eru mörg forrit sem fylgjast með hjartanu en t.a.m. mælir Apple Watch hjartsláttinn á fimm mínútna fresti og með forritum geturðu fylgst með gangi mála og séð ef hjartvöðvinn virðist ekki vera upp á sitt besta. 

Það er þó ekki svo að snjallúr geti mælt blóðþrýsting en til þess þarftu sérstakt tæki sem þú setur á höndina. Það getur verið mjög hjálpsamt til að sjá hvort hvort blóðþrýstingurinn er of hár, sem getur verið sökum streitu eða undirliggjandi sjúkdóma. Of hár blóðþrýstingur er t.d. oft undanfari heilablóðfalls eða blóðtappa. Sem og er hann slæmur fyrir heilsuna almennt.

Við hvetjum alla að nýta sér þá kosti sem snjallúr og almennt snjalltæki bjóða uppá. T.d. kostar blóðþrýstingsmælir einungis um 15.000 krónur og fylgja forrit frítt með. 

Snjallúr kosta sitt og er að verða betri með hverri uppfærslu. Þau eru ekki einungis nytsamleg í daglegu amstri en þau gætu líka endað á að bjarga lífinu þínu!

Ljósmyndun getur verið góð fyrir sálina

Ljósmyndun getur verið góð fyrir sálina

Við erum sjálf að dreifa upplýsingum um okkur - stanslaust!

Við erum sjálf að dreifa upplýsingum um okkur - stanslaust!