Við erum sjálf að dreifa upplýsingum um okkur - stanslaust!

Við erum sjálf að dreifa upplýsingum um okkur - stanslaust!

Flestir hafa séð fréttir um gagnalekann hjá Facebook og óþarfi að fjölyrða um hann hér. Það er samt þannig að við erum sjálf að senda frá okkur allskonar upplýsingar - viðkvæmar sem og meinlausar - um okkur, hvar við erum, hvað við gerum, hvað við kaupum og allskyns aðrar upplýsingar sem er aðgengilegri en þú heldur.

Í hvert skipti sem við tökum mynd af matnum okkar þá kemur yfirleitt með stimpill með staðsetningu, tímasetningu og hvar þú ert að versla. Þegar við birtum mynd af okkur á sólarströnd í fríinu erum við líka að segja innbrotsþjófum að við séum ekki heima.

Við setjum á samfélagsmiðla upplýsingar um líðan okkar og ræðum á spjallborðum um hluti eins og veikindi, þunglyndi og lyfjagjafir. Allt eru þetta persónugreinanlegar upplýsingar sem viljugir geta nýtt sér. Við sjáum ekki hverjir eru að lesa efnið okkar en það er einfaldara en þú heldur að safna saman þessum gögnum - sem þið erum sjálfviljug að birta og nota það í markaðslegum eða jafnvel annarlegum tilgangi.

Instafood

Þegar upp er staðið þá stjórnum við mest sjálf því sem við erum að segja umheiminum. Við getum ákveðið að birta ekki upplýsingar sem við viljum ekki að aðrir viti. Flestir póstar á samfélagsmiðlum eru ekkert annað en spor sem þú skilur eftir og aðrir geta notað til að sjá hegðun þína, hvort sem er kauphegðun, neysluhegðun, kynhegðun eða annað. Og við erum sjálf að birta þessar upplýsingar án þess að neinn sé að komast yfir þær með innbrotum í gagnagrunna eða slíkt.

Það er því mikilvægt að stjórna sínum samfélagsmiðlum og kenna börnunum okkar, eða öðrum sem þurfa að læra, á þessa miðla. Við vitum ekkert hvort það sé sami aðilinn á bakvið myndina á prófíl á Facebook eða Instagram sem er að vingast við börnin okkar - né heldur hvort einhver sé að safna saman gögnum um okkur.

Gætum okkar á netinu og munum að við erum sjálf okkar versti óvinur þegar kemur að birtingu persónu-upplýsinga. 

Hér að neðan er áhugavert myndband um dreifingu upplýsinga án þess að gera sér grein fyrir því.

Snjallúr geta komið í veg fyrir heilsuáföll

Snjallúr geta komið í veg fyrir heilsuáföll

Facebook biðst afsökunar... í dagblöðum

Facebook biðst afsökunar... í dagblöðum