Ljósmyndun getur verið góð fyrir sálina

Ljósmyndun getur verið góð fyrir sálina

Mér fannst að ljósmyndun hjálpaði mér að kynnast sjálfum mér betur, þegar mér fannst hefðbundnar lækningaaðferðir vera of erfiðar.
— Paul Sanders

Við glímum öll við einhver vandamál á lífleiðinni. Sumir glíma við líkamleg veikindi en aðrir við andleg veikindi eins og þunglyndi, geðklofa, kvíða eða annað. Allt eru þetta sjúkdómar sem oft erfitt er að meðhöndla en blessunarlega þá komast flestir aftur á fætur með góðri hjálp.

Ein aðferð sem bent hefur verið á sem sáluhjálp er að taka myndir. Paul Sanders er fyrrum ljósmyndari hjá Reuters og The Times og hefur hann bent á hversu öflug hjálp það getur verið að ganga um og taka myndir. 

"Ég er sannfærður um að ljósmyndun geti hjálpað með kvíða, þunglyndi og ná betri tökum á sjálfum sér. Að mynda er róandi og mér fannst það hjálpa mér sjálfum. Myndirnar hjálpuðu mér svo að ræða um mín vandamál við sálfræðinginn minn" segir Paul sem sér núna um námskeið fyrir fólk sem vill nota þennan miðil til að hjálpa sér. Hann er með hóptíma en einnig er hann með einstaklingstíma sem hann segir oft þurfa ef fólki finnst of erfitt að vera með öðrum. 

"Ljósmyndun er almennt góð fyrir andlegu heilsuna, eins og listsköpun getur verið. Mér fannst að ljósmyndun hjálpaði mér að kynnast sjálfum mér betur, þegar mér fannst hefðbundnar lækningaaðferðir vera of erfiðar."

Smelltu hérna til að lesa viðtalið í heild sinni við Paul Sanders.

Mynd: Paul Sanders

Mynd: Paul Sanders

Margir nota ljósmyndun til að komast úr streituvaldandi aðstæðum en einn af þeim er Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik. Hann sagði í viðtali fyrir einhverju síðan að hann kæmist í ró þegar hann labbar um náttúruna og tekur myndir af fuglum og náttúrunni. Hann vinnur oft í umhverfi þar sem er mikið stress og því gott að geta kúplað sig út og tekið myndir í róandi umhverfi.

Það er því frábær aðferð til að róa hugann og í leiðinni skapa eitthvað að fara í góðan göngutúr með myndavél eða símann að vopni (setja á Airplane-mode) og ganga um og fanga lífið. Vinna síðan myndirnar og birta ef það á við. Í það minnsta færðu góðan göngutúr úr þessu öllu saman, kannski nokkrar skemmtilegar myndir og hver veit nema að þér líði aðeins betur eftirá. 

Það sakar alla vega ekki að prófa. 

Instagram: @hilmartor / Fujifilm X100F 

Instagram: @hilmartor / Fujifilm X100F 

Myndin - Hvernig á EKKI að nota Airpods

Myndin - Hvernig á EKKI að nota Airpods

Snjallúr geta komið í veg fyrir heilsuáföll

Snjallúr geta komið í veg fyrir heilsuáföll