Apple kynnir ódýrari iPad-a sem styðja Apple pennann

Apple kynnir ódýrari iPad-a sem styðja Apple pennann

Apple kynnti í gær nýjan iPad sem er svo sem ekkert framúrstefnulegur en hann er mun ódýrari en Pro útgáfurnar en hann styður nú Apple pennann. Þetta er gert til að gera t.d. námsfólki kost á að nota pennann á iPad án þess að þurfa að borga eins mikið og iPad Pro kostar.

Margir hafa bent á að t.a.m. námsfólk hafi ekki getað nýtt sér iPad sem skyldi þar sem flestar snjalltölvur bjóða upp á að nota penna og slíkt - og þær kosta margar mun minna en iPad Pro. 

Apple er einnig búið að uppfæra iOS hugbúnaðinn þar sem penninn kemur að góðum notum en Pages, Numbers og Keynote er núna samhæft við notkun á pennanum frá Apple og virkar vel á ódýrari iPad týpunum sem voru að koma.

iPad-inn er með 9,7" Retina skjá og fáanlegur  með 32 eða 128 GB minni. Verðið byrjar í 329 dollurum en skólar geta fengið 30 dollara afslátt. Þá kostar Apple penninn um 99 dollara. 

HGZnPTyBTd2pjXR6cZq8mi-650-80.jpg
Apple sendir út nýjar betur

Apple sendir út nýjar betur

Myndin - Hvernig á EKKI að nota Airpods

Myndin - Hvernig á EKKI að nota Airpods