Stefán Karlsson tók mynd ársins hjá fréttaljósmyndurum

Stefán Karlsson tók mynd ársins hjá fréttaljósmyndurum

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, tók mynd ársins en um helgina var tilkynnt hvaða myndir hlutu verðlaun fyrir bestu fréttaljósmyndir ársins 2017.

Mynd ársins er af Nínu Rún Bergsdóttur sem situr í stól húðflúrara sem er að flúra „I am the storm“ á öxl Nínu. Hún er þar ásamt konum sem allar fengu sér sama húðflúrið og höfðu allar orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu sama manns. Myndin er á margan hátt táknræn fyrir árið 2017 því reynsla þeirra kom af stað hreyfingu sem fékk heitið „Höfum hátt“.

Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Eyþór Árnason sem átti bestu mynd í fréttaflokki, Heiða Helgadóttir sem átti myndröð ársins og portrait ársins, Kristinn Magnússon sem átti bestu íþróttamynd ársins, Hörður Sveinsson sem tók bestu umhverfismynd ársins, Heiðdís G. Gunnarsdóttir sem fangaði bestu mynd í flokki daglegs lífs og Aldís Pálsdóttir sem tók tímaritamynd ársins 2017.

Sjö dómarar völdu 105 myndir á sýninguna í ár úr 732 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Þeir völdu þar að auki sigurmynd í hverjum flokki og mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu Auðunn Níelsson, Helga Laufey Guðmundsdóttir, Gígja Einarsdóttir, Gunnar Sverrisson, Valdimar Thorlacius, Þórdís Erla Ágústsdóttir og sænski fréttalójsmyndarinn Paul Hansen sem jafnframt var formaður dómnefndar.

Hér að neðan má sjá mynd ársins, myndirnar sem unnu til verðlauna og myndaröð ársins.

Mynd ársins / Stefán Karlsson

Mynd ársins / Stefán Karlsson

Þjáist þú af "FOMO"?

Þjáist þú af "FOMO"?

Instagram mun bjóða upp á videósímtöl

Instagram mun bjóða upp á videósímtöl