Appið - Darkroom gerir símann að alvöru myrkraherbergi

Appið - Darkroom gerir símann að alvöru myrkraherbergi

Flestir sem birta myndir á netinu eða í samfélagsmiðlum vinna myndirnar í forritum á símanum sjálfum. Þar má nefna Snapseed, Lightroom og Darkroom en það er app dagsins á Kassinn.net. 

Darkroom er app sem er með nánast flest sem dýrari kostir, eins og Lightroom, hafa upp á að bjóða. Appið er gríðarlega öflugt en í því er hægt að vinna myndir í RAW formi sem og öðrum formum sem síminn styður. 

Uppsetningin er svipuð og Lightroom en þú hefur ótrúlega mikla möguleika í öllu sem viðkemur litgreiningu, skurði mynda og úr appinu getur vistað myndirnar í mismunandi útgáfum eða sent beint á samfélagsmiðla úr appinu.

Það væri of mikil langloka að tala um allt sem Darkroom getur gert en við mælum með að þeir sem hafa áhuga á því að vinna myndirnar eins og í myrkraherberginu kaupi sér appið sem kostar nákvæmlega ekkert en hægt er að kaupa aukapakka inn í forritinu sem setja inn auka valkosti. 

Darkroom er sem stendur til fyrir iOS en væntanlega verður það einnig til fyrir önnur stýrikerfi áður en langt um líður.

Sjón er sögu ríkari - smelltu hérna til að lesa meira um Darkroom.

Myndbandið - Þið megið vinna HM

Myndbandið - Þið megið vinna HM

Þjáist þú af "FOMO"?

Þjáist þú af "FOMO"?