Þjáist þú af "FOMO"?

Þjáist þú af "FOMO"?

Margir nota samfélagsmiðla til að koma vörum og skilaboðum á framfæri en eru á sama tíma týndir í frumskógi samfélagsmiðla samtímans og eyða miklum tíma og orku í að vera allstaðar þegar kannski þeir ættu að skoða vel og velja sér vettvang - þetta kallast á ensku að þjást af FOMO.

FOMO eða "fear of missing out" er skilgreind á ensku sem: "anxiety that an exciting or interesting event may currently be happening elsewhere, often aroused by posts seen on social media" eða kvíði við að spennandi eða áhugaverður viðburður sé að gerast annarsstaðar, og er tengdur við samfélagsmiðlanotkun. Það kannast örugglega margir við þessa tilfinningu og eyða miklum tíma í að setja inn efni á mismunandi miðla til að allir sjái allstaðar hvað þú ert að gera. Þetta er bölvuð vitleysa!

Ef þú ert að nota samfélagsmiðla í markaðslegum tilgangi þá mun það skila betri árangri að velja hvaða vettvangur hentar fyrir það sem þú ert að gera. Ef þú ert bara að spjalla og setja inn myndir af kettinum þínum þá skiptir ekki máli þó þú setjir það inn allstaðar, en sé ætlunin að ná til ákveðins markhóps þá borgar sig að skoða hvar sá hópur er og hvernig best sé að ná til hans.

"Áhrifavaldar" er tískuorð yfir fólk sem er með marga fylgjendur og fá borgað fyrir að kynna vörur. Yfirleitt eru þessir áhrifavaldar sterkir á einum miðli - sem er þeirra markhóp og eru ekki að setja inn efni í miklum mæli á aðra miðla nema þá til að beina fólki á aðal-birtingarmiðilinn. Það er tilkomið af því að sami árangur næst ekki með sömu skilaboðum á t.d. Facebook og Snapchat. Eðlilega þar sem uppsetning miðlanna er mjög ólík, Snapparar birta myndskeið þar sem talað er mikið um vöruna eða sig sjálfa á meðan Facebook birtir mynd eða myndband sem á að rata á tímalínu notenda samfélagsmiðla. 

Sterkustu áhrifavaldarnir fá góð ráð frá fagfólki um hvað sé best að birta og hvenær. Og með því að setja upp vinnuplan þá þarf þetta fólk ekki að þjást af FOMA því að þeirra markhópur er fyrirfram skilgreindur og honum er sinnt vel. Margir hafa reynt að vera allstaðar en þá eiga skilaboðin oft til að útvatnast, einfaldlega af því þau henta ekki alls staðar.

Það er því gáfulegast að hugsa um heildarmyndina og finna sér þann miðil sem hentar best. Hvar eru myndir sterkastar, hvar er best að tala við notendur og hvar er líklegast að fólk taki eftir því sem þú ert að gera og eru tilbúin að taka þátt í umræðu, deilingu eða öðru "engagement".

Í dag eru margir samfélagsmiðlar sem og aðrar birtingarmyndir eins og vefir, fréttasíður, blogg og podcast. Það er því skiljanlegt að fólk fái kvíða yfir því hvernig það á að finna sinn rétta áhorfendahóp en með því að lesa ráðleggingar á netinu (sem nóg er af) og skoða stærstu aðilana á því sviði sem þú sækist eftir að vinna á - þá finnurðu án efa bestu leiðina og hópinn til að tala við og sinna.

Ekki halda að þú þurfir að vera allstaðar - þú munt aldrei sinna öllum miðlunum vel og munt vafalaust einnig þjást af FOMO (fear of missing out) fyrr en þú heldur.

 

Screen Shot 2018-03-05 at 09.36.00.jpg
Appið - Darkroom gerir símann að alvöru myrkraherbergi

Appið - Darkroom gerir símann að alvöru myrkraherbergi

Stefán Karlsson tók mynd ársins hjá fréttaljósmyndurum

Stefán Karlsson tók mynd ársins hjá fréttaljósmyndurum