Canon kynnir draumavél fyrir VLOG-ara

Canon kynnir draumavél fyrir VLOG-ara

Canon kynnti á dögunum nýja vél sem ber tegundarheitið M50. Vélin hentar einstaklega vel þeim sem eru að taka upp myndbönd, þá sérstaklega af sjálfum sér, til að dreifa á netinu eða samfélagsmiðlum. Þetta er algjör draumvél fyrir þá sem halda úti VLOG-síðum eða videó-bloggum.

Vélin er með 24,1 megapixla myndfleti og tekur vitanlega allt upp í 4K sem er það sem vídeó-fólk þarf í dag. Það er OLED viewfinder á vélinni en skjárinn aftan á græjunni er einstaklega lipur fyrir þá sem eru að taka myndbönd (eða myndir) en hann snýst til hliðar svo auðvelt er að sjá sig taka upp efni - það er rammann. Skjárinn er líka snertiskjár og það má því nota hann eins og á snjallsíma, t.d. með því að smella á hann til að festa fókuspunkt. 

Einn skemmtilegur fítus er á vélinni sem hentar einstaklega vel í vídeó-tökur en það er hægt að "Touch and Drag" þar sem þú getur smellt á skjáinn og dregið fókusinn til þegar tekið er upp. Þá festir vélin fókusinn á þann stað sem þú velur.

Fókusinn er fljótur að vinna og samkvæmt Canon áttu ekki að missa af góðum myndum eða missa fókusinn í myndbandinu. 

Vélin kemur í svörtu og hvítu og er væntanleg til Origo, umboðsaðila Canon á Íslandi, innan tíðar.

Canon M50

Canon M50

Sturluð HomePod auglýsing í boði Spike Jonze

Sturluð HomePod auglýsing í boði Spike Jonze

Nýjar betur frá Apple komnar út

Nýjar betur frá Apple komnar út