Instagram að koma með "portrait" valkost?

Instagram að koma með "portrait" valkost?

Instagram er vinsælasta mynddreifingarforritið í dag margar milljónir mynda eru teknar á appið og deilt af notendum. Það stefnir í að Instagram sé að koma með nýjan valkost sem er "portrait" myndavél eða valkost en hann er til í myndavélum snjallsíma sem eru með tvær linsur.

Með þessu er myndefnið í fókus en bakgrunnurinn og annað er úr fókus. Instagram er að vinna með að hægt sé að hafa þennan skemmtilega valkost án þess að vera með tvær linsur. Tveggja linsu-kerfi má núna finna á iPhone X, Pixel 2 og fleiri símum. Það myndu margir fagna því ef það væri hægt að nota "portrait" valkost á sínum símum - sem eru þá ekki með tvær linsur.

Hvenær eða almennt hvort þetta kemur í Instagram er ekki vitað en forritari segist hafa séð ummerki um þetta í kóða Instagram, og það ætti einungis eftir að virkja það í appinu.

Nýjar betur frá Apple komnar út

Nýjar betur frá Apple komnar út

Myndbandið - Þið megið vinna HM

Myndbandið - Þið megið vinna HM