Nýjar betur frá Apple komnar út

Nýjar betur frá Apple komnar út

Þeir sem hafa áhuga á að prófa uppfærslur á iOS hugbúnaði áður en hann kemur út geta skráð sig hjá Apple og fá þá aðgang að "Public beta" útgáfum af stýrikerfinu en það er semsagt útgáfa af stýrikerfinu sem er ekki sent á alla notendur fyrr en eftir að prófa duglega þessar beta útgáfur.

Apple sendi í vikunni Betu 4 af stýrikerfunum sínum en meðal annars voru iOS 10.3 B4, tvOS 10.3 B4 og MacOS 10.13.4 B4 að koma út í gær fyrir þá sem eru með aðgang að beta hugbúnaði. Það er ekki mikið um breytingar að þessu sinni en aðallega er verið að gera stýrikerfið stabílt svo það frjósi ekki eða hægi á tækjunum.

Yfirleitt koma 5-7 beta útgáfur út áður en stýrikerfin eru aðgengileg öllum. 

Ef þú hefur áhuga, og þorir að taka áhættuna, að nota beta útgáfur þá geturðu skráð þig hjá Apple og eftir að það er samþykkt þá birtast beta eða undanfara-útgáfur af stýrikerfum á viðkomandi tækjum.

VARÚÐ! Það er margt sem getur klikkað við notkun á þessum útgáfum og því borgar sig að fara varlega - og vera ekki of pirraður ef tækið frýs eða lætur illa. 

VARÚÐ! Það er margt sem getur klikkað við notkun á þessum útgáfum og því borgar sig að fara varlega - og vera ekki of pirraður ef tækið frýs eða lætur illa. 

Canon kynnir draumavél fyrir VLOG-ara

Canon kynnir draumavél fyrir VLOG-ara

Instagram að koma með "portrait" valkost?

Instagram að koma með "portrait" valkost?