Appið - Halide er myndavéla-appið sem iPhone þarf!

Appið - Halide er myndavéla-appið sem iPhone þarf!

Þó við höfum bent fólki á að nota frekar eiginlegar myndavélar til að mynda mikilvæga viðburði þá vitum við líka að snjallsímar eru algengustu og útbreiddustu myndavélar heims. Í ljósi þess, og ekki ætlum við að stinga hausnum í sandinn varðandi útbreiðsluna, þá viljum við benda á frábært app fyrir iOS sem gerir símann mun nær því að vera myndavél - Halide.

Meðal valkosta er að geta notað símann sem "manual" myndavél - þ.e. að geta notað handstilltan fókus (manual focus), hægt er að stilla ljósopið að vild og hægt er að taka myndir í RAW formi sem skilar mun betri myndgæðum ef myndin er notuð stærri eða ef það þarf að vinna í henni eftirá.

Í dag kom svo frábær fítus en það er "Advanced Portrait Mode" sem býður upp á að setja hluta af myndefninu úr fókus eins og hægt er á iPhone X og Pixel 2. Það er samt mun betri stjórn á hvernig það er framkvæmt og því er Halide mun betra sem slíkt en sjálf myndavéla-appið í iOS. Reyndar ekki með öllum þeim valkostum sem eru í boði í símanum en til að taka myndir eins og PRO þá er Halide algjörlega málið.

Halide myndavéla-appið er troðfullt af valkostum sem yfirleitt eru meira notaðir af atvinnufólki í bransanum en allir geta fengið þessa kosti með því að festa kaup á Halide sem kostar 2.99$ í app-store - sem er minna en kaffibolli á Te og Kaffi en myndirnar af kaffibollanum sem þú póstar svo á netinu verður mun betri.

Halide er sem stendur einungis til á iOS en við vonum innilega að það verði einnig fáanlegt fyrir Android notendur í framtíðinni.

depth-lineup.png
Geymdu myndirnar (og gögnin) á góðum stað

Geymdu myndirnar (og gögnin) á góðum stað

Sturluð HomePod auglýsing í boði Spike Jonze

Sturluð HomePod auglýsing í boði Spike Jonze