Apple "Svarta línan" komin með íslenskt stafasett
Þegar iMac Pro var kynnt til sögunnar þá fylgdi með svart eða space gray lyklaborð og mús. Margir vildu æstir uppfæra núverandi hvíta línu af Apple lyklaborðum og músum en þá sagði Apple að það væri einfaldlega ekki í boði - fyrr en núna!
Nú er hægt að kaupa stakar mýs og lyklaborð í þessum fallega gráa lit sem "harmonerar" vissulega mun betur t.d. við MacBook Pro í geim-gráum eða space gray lit. Jafnvel með Thunderbolt-skjám frá Apple sem eru jú með svartan ramma.
Að auki þá er lyklaborðið núna eins á litinn og lyklaborðið á MacBook Pro þannig að allt verður eðlilegra í útliti ef maður er á annað borð með þannig tölvu.
Núna er þetta loksins fáanlegt á Íslandi og eru Magic lyklaborðin með íslenskum sérstöfum sem er nauðsynlegt fyrir okkar ylhýra og súper næs tungumál.
Svo verður að játast alveg eins og er að svarta línan er mjög nett!
Hægt er að kaupa svörtu línuna hjá Epli en fyrsta sending kom nýverið og það er spurning hvort eitthvað sé eftir af henni.
