Mynd af brennandi mótmælanda valinn mynd ársins hjá WPP

Mynd af brennandi mótmælanda valinn mynd ársins hjá WPP

Myndir ársins hjá World Press Photo voru kynntar í dag en mynd ársins tók Ronaldo Schemidt en hún er af mótmælanda í Venesúela. Mikil mótmæli voru í landinu þegar forseti landsins ákvað að breyta stjórnkerfi landsins þannig að hann og flokkur hans fengi ráðandi völd í landinu. 

Stjórnarandstaðan hvatti til mótmæla í landinu sem urðu hörð og ofbeldisfull og er myndin, sem er af José Víctor Salazar Balza, tekin í mótmælum. Hún sýnir hvernig mótmælandinn varð alelda þegar bensíntankur á vélhjóli sprakk en hann lifði af þrátt fyrir að brennast illa.

Mynd ársins / Ronaldo Schemidt

Mynd ársins / Ronaldo Schemidt

Í flokki almennra frétta vann mynd sem ljósmyndarinn Patrick Brown tók en hún sýnir látna flóttamenn róhinga sem reyndu að flýja á báti frá Myanmar en bátnum hvolfdi og og lifðu aðeins 12 af en um 100 manneskjur voru í bátnum.

Fréttamynd ársins / Patrick Brown

Fréttamynd ársins / Patrick Brown

Mynd ársins í flokki náttúrumynda var mynd af sjaldgæfum hvítum nashyrning sem bíður eftir að verða sleppt í frelsið í Botswana en hann var fangaður í Suður Afríku og fluttur vegna hættu á að veiðiþjófar myndu drepa hann til að skera af honum hornið og selja.
Neil Aldridge tók myndina.

Náttúrumynd ársins / Neil Aldridge

Náttúrumynd ársins / Neil Aldridge

Það eru margar magnaðar myndir að finna í sýningu World Press Photos og hvetjum við alla til að  fara á vef WPP og skoða myndirnar. Alls voru sendar inn 73.044 myndir sem 4.548 ljósmyndarar tóku í 125 löndum.

Hugbúnaðaruppfærslur væntanlegar frá Fujifilm

Hugbúnaðaruppfærslur væntanlegar frá Fujifilm

Apple "Svarta línan" komin með íslenskt stafasett

Apple "Svarta línan" komin með íslenskt stafasett