Hvað er eiginlega þetta ISO á myndavélum?

Hvað er eiginlega þetta ISO á myndavélum?

Ein spurning sem margir hafa velt fyrir sér er hvað ISO (stundum nefnt ASA) stendur fyrir á myndavélum. Hér er er útskýring á ISO eða ljósnæmni í stuttu máli.

ISO stendur fyrir ljósnæmni eða hversu ljósnæmur myndavélaflaga eða filma er. Þ.e. við hversu dimmar aðstæður myndavélin eða filman getur náð mynd án þess að myndin verði svört. Þetta hljómar eins og vísindi sem Sævar Helgi stjörnufræðingur ætti að kenna en þetta er svo sem ekki nein geimflaugavísindi. 

Myndflagan þarf ákveðið mikið ljós til að búa til mynd. Hún er búin til af fjörgum CCD myndflögum sem skiptast í þrjá liti - rauðan, grænan og bláan. Þessar flögur raða sér svo saman til að fanga myndina sem þú tekur. Vandinn er sá að ef þú ert að taka myndir við aðstæður sem eru ekki góðar - eins og í sól eða góðri birtu þá þarf myndavélin að hækka ISO upp til að geta tekið myndina og haft hana sæmilega lýsta. 

Því hærra sem IOS gildið fer þá verður myndin "kornóttari" eða grófari. Þá þarf fleiri CCD flögur saman til að lýsa myndina. 

Myndavélar í dag eru lygilega góðar að ná góðum myndum þó ISO gildið sé komin langleiðina útí geim. Í dag er hægt að mynda á allt að 6400 ISO en fá samt fína mynd, sumar vélar fara enn hærra. ISO 100-1600 er æskilegt til að ná skörpum myndum en frá ISO 100-400 þá ertu nánast að taka mynd á heiðskýrum degi. 

Ef þú ert t.d. að mynda íþróttir þá þarftu stundum að fara hátt með ISO til að ná hraða og ljósopi til að frysta myndefnið. Blaðaljósmyndarar eru t.d. oft að skjóta á 3200-6400 ISO en fá góðar myndir. Þegar filmur voru notaðar áður fyrr þá var 3200 ISO filma mjög kornótt - en tæknin hefur breytt því.

Ekki hika við að hækka ISO upp og niður til að skoða gæðamuninn. Stundum þarf einfaldlega að nýta ISO til að ná bjartari myndum - stundum er það bara flottur sem effekt.

Myndirnar hér að neðan voru teknar með sömu ljósops- og hraðastillingum en mismunandi ISO stillingum.

ISO-brightness-chart.jpg
Verður Apple Watch 4 með úraskífum annarra en Apple?

Verður Apple Watch 4 með úraskífum annarra en Apple?

Gmail fær andlitslyftingu og "Confidential" ham

Gmail fær andlitslyftingu og "Confidential" ham