iOS 11.4 B2 komið út

iOS 11.4 B2 komið út

Apple sendi í gær út nokkrar beta útgáfur af hugbúnaði en meðal þeirra var iOS 11.4 B2 en þetta er önnur útgáfan af 11.4 eins og nafnið gefur til kynna. Það er ekki mikið að sjá varðandi breytingar frá B1 en Apple er að slípa til það sem aflaga fór í fyrstu útgáfunni.

Það er samt að finna iMessage á iCloud sem þýðir að þú getur skoðað iMessage skilaboð á öllum tækjum og ef þú eyðir skilaboðum á einum stað þá hverfa þau af öllum tengdum tækjum.

Það er einnig hægt að stjórna mörgum Homepod hátölurum í stjórnborðinu en þá getur haft marga samtengda en stillt hvern og einn sérstaklega - t.d. að hækka inn í stofu en lækka í eldhúsinu. Fleira er ekki að finna í B2 í fljótu bragði.

Apple Watch 4.3.2 beta er lítilsháttar uppfærsla en eins og fram kom fyrr í dag þá er Apple líklega að fara að opna á að aðrir geti fiktað í útliti á úraskífunni. Annað er óbreytt.

tvOS 11.4 beta 2 kom einnig út fyrir Apple TV en þar svipaða sögu og segja með Apple Watch betuna - það er einungis verið að lagfæra seinustu útgáfu.

Allir geta nálgast þessar betur með því að skrá sig á beta.apple.com og sækja um að fá "Public Beta" sem er aðgengilegt öllum.

Hægt er að velja og stjórna hverju tæki fyrir sig í iOS 11.4 B2.

Hægt er að velja og stjórna hverju tæki fyrir sig í iOS 11.4 B2.

Jóhannes Haukur með stórt hlutverk í The Innocents

Jóhannes Haukur með stórt hlutverk í The Innocents

Verður Apple Watch 4 með úraskífum annarra en Apple?

Verður Apple Watch 4 með úraskífum annarra en Apple?