Umfjöllun I Bose SoundSport Free eru hönnuð fyrir hreyfi-fíkla I UPPFÆRT

Umfjöllun I Bose SoundSport Free eru hönnuð fyrir hreyfi-fíkla I UPPFÆRT

UPPFÆRT 4 MAÍ 2018
Við mælum með að uppfæra hugbúnaðinn í heyrnartólunum áður en þau eru notuð. Það kom nýverið út uppfærsla sem lætur heyrnartólin halda betur tengingunni við tækið sem þau eru pöruð við. Kassinn.net uppfærði og getur staðfest að þrátt fyrir að ekki hafi borið mikið á að tengingin dytti tímabundið út, eins og á til með að gerast með Bluetooth-tengdum tækjum, þá virka þau enn betur eftir uppfærsluna. 

Hægt er að uppfæra Bose heyrnartól með Bose Connect appinu sem er fáanlegt fyrir öll helstu stýrikerfi. 


Það er urmull af íþróttaheyrnartólum á markaðnum og því oft erfitt að átta sig á kostum og göllum þessara heyrnartóla. Apple AirPods eru einna vinsælust en þau eru samt ekki skilgreind sem æfinga-heyrnatól og Apple ábyrgist ekki að þau þoli svita og hnjask. Þar koma sérhæfðari heyrnartól til sögunnar og eru Bose SoundSport Free meðal þeirra sem komast á topp 5 listann yfir bestu svitaþolnu heyrnartólin.

Bose hefur jafnan verið meðal þeirra framleiðanda sem leggur metnað í góðan hljómburð. Það er því mikið lagt í að SoundSport heyrnartólin séu þannig úr garði gerð að þau þoli sveittar æfingar sem og að hljóðið sé tært en með góðum bassa. 

Screen Shot 2018-04-18 at 16.23.21.jpg

Bose SoundSport Free eru mjög nett enda fara þau í eyrnahlustina og haldast þar. Vandinn með Apple AirPods hefur verið að þau passa alls ekki í öll eyru og hvað þá þegar fólk er farið að hlaupa um, hoppa og hamast. Þá hafa þau átt til að detta úr eyranu. SoundSport er með flipa sem leggst í eyrað og þau satt að segja haggast ekki. Þau eru svo utan á eyranu með hátalarann í hlustinni í eyranu. Hönnunin er þannig að þau blokka út umhverfishljóð að mestu leyti sem er kostur en getur líka verið galli. Sjálfum finnst mér best að loka á utanaðkomandi hljóð þegar ég er að einbeita mér að æfa - en það er smekksatriði. 

Það sem kom skemmtilega á óvart er hversu sterkt Bluetooth tengingin hélt. Stundum eiga svona lítil heyrnartól til að missa samband við og við en SoundSport voru nánast fullkomin. Bæði á lyftingaræfingu og úti að hjóla með símann í vasa þá var sambandið gott. Það er rétt að benda á að heyrnartólin eru ekki vatnsheld, þau eru vatnsvarin sem er ekki alveg það sama. En þau sem við prófuðum voru notuð í rigningu og meira að segja einu sinni óvart skoluð - en þau virkuðu samt áfram eins og ekkert hafi í skorist. 

Það var því hægt að hlusta á allt frá hamrandi þungarokki í klassíska tóna - og allt hljómaði vel. Reyndar býst maður við því frá Bose. 

Hljómburðurinn er góður miðað við stærðina. Satt að segja ótrúlega góður. Bassinn er djúpur án þess samt að drepa tónlistina. Það var því hægt að hlusta á allt frá hamrandi þungarokki í klassíska tóna - og allt hljómaði vel. Reyndar býst maður við því frá Bose. 

Það eru hækka og lækka takkar sem og svara/spila/pásu takkar á SoundSport þannig að lítið mál er að hækka, lækka eða skipta um lag. Einnig er hægt að svara símtölum enda eru heyrnartólin með hljóðnema.

Rafhlaðan keyrir heyrnartólin í u.þ.b. 4-5 klukkutíma en þau koma í hleðsluboxi sem getur fullhlaðið þau tvisvar sinnum og þá ertu með 10 klukkutíma þar. Við mælum með að sækja Bose Connect appið á iOS eða Android en þar má stilla ýmislegt. Þar er hægt að stilla að þau slökkva á sér sjálfkrafa ef þau eru ekki í notkun. 

Ef þú ert að leita að góðum heyrnartólum til að æfa, hjóla eða hlaupa með og átt smá pening í það þá eru Bose SoundSport Free líklega einn besti kosturinn. Þú borgar alltaf fyrir gæðin og þú færð frábæran hljómburð og þægileg heyrnartól í Bose SoundSport Free. Þau sitja vel í eyranu en sum heyrnartól sem eru "In Ear" eiga til að verða óþægileg eftir smá notkun - við upplifðum það ekki með SoundSport.

Ég hef notað Apple AirPods í hjólatúrunum en þau eru komin í frí - í bili allavega.

Er þriðja linsan að koma á iPhone 2018?

Er þriðja linsan að koma á iPhone 2018?

Vodafone lækkar verð og stækkar pakka

Vodafone lækkar verð og stækkar pakka