Er svart-hamur að koma í macOS 10.14?

Er svart-hamur að koma í macOS 10.14?

Þau sem hafa kafað ofan í nýjustu beta-útgáfur af macOS 10:13 hafa fundið kóða sem bendir til þess að svart-hamur eða "dark mode" verði að finna í macOS 10.14. 

Í þessum ham þá snýr stýrikerfið litunum við þannig að allt er orðið dökkt á skjánum. Þetta er nú þegar til í forritunum eins og Twitter á iOS en hingað til hefur þetta ekki verið aðgengilegt í macOS stýrikerfunum. Það er útgáfa af þessum ham í macOS en þá bara fyrir forritara og ekki fyrir almenna notendur.

Night Mode í Twitter á iOS

Night Mode í Twitter á iOS

Svart-hamur eða "dark mode" er t.d. gott að nota við myndvinnslu og grafík en einnig ef notandinn vill ekki hafa bjartan skjá við noktun - t.d. að kvöldi. 

Notendur hafa lengi kallað eftir þessum valkosti en Apple hefur hingað til ekki haft það sem valkost en hluti ástæðunnar er líklega sú að þá þurfa öll forrit einnig að hafa þetta sem valkost - og það hefur reynst þrautin þyngri.

Fitbit Versa fær góða dóma

Fitbit Versa fær góða dóma

Apple býður upp á frí rafhlöðuskipti á 13" MacBook Pro 

Apple býður upp á frí rafhlöðuskipti á 13" MacBook Pro