Fitbit Versa fær góða dóma

Fitbit Versa fær góða dóma

Þegar Apple Watch yfirtók mestallan snjallúra markaðinn þá voru sumir sem afskrifuðu aðra snjallúra framleiðendur - þ.e. er þá sem voru ekki með Android hugbúnaði eða Apple úrið. Það hefur komið í ljós að þessar andlátsfregnir eru ekki á rökum reistar.

Flestir snjallúraframleiðendur hafa haldið sínu striki eins og Garmin, Tom-Tom, Polar og Fitbit. Nýjasta úr Fitbit - Versa hefur fengið glimrandi góða dóma en úrið hefur flest upp á að bjóða fyrir fólk sem vill gott æfingaúr. 

Screen Shot 2018-04-23 at 14.25.31.jpg

Versa er mjög svipað í útliti og Apple Watch, ef þú sérð það úr fjarska þá muntu mögulega halda að þetta sé úr frá Apple en það er alls ekki þannig. Úrið er keyrt á hugbúnaði frá Fitbit sem tengist svo við stjórnstöð í síma eða tölvu með BT sambandi. Úrið er vatnsvarið og má fara með það í sund eða aðrar slíkar aðstæður eins og önnur æfingaúr. 

Úrið er með snertiskjá en það mælir hjartsláttinn og hreyfingu yfir daginn. Rafhlaðan er góð en úrið á að virka í 4 daga án þess að hlaða það - sem er töluvert betra en t.d. Apple Watch. 

Það er hægt að nota úrið til að fylgjast með svefnvenjum en það kemur með skýrslu um hversu lengi þú sefur, hversu mikill tími af því er djúpsvefn og hvenær þú byrjar að vakna. Allt er þetta gott til að laga svefninn.

Það er einnig hægt að fá mismunandi ólar á úrið til að gera það að þínu - og það kemur í nokkrum litum. Verðið er líka gott á Versa en það kostar um 200 dollara úti sem er um helmingur af því sem Apple Watch kostar.

Fitbit fæst víða á Íslandi en m.a. eru ELKO, Ormsson og fleiri aðilar bjóða upp á þessi skemmtilegu heilsuúr.

Api á ekki höfundarétt á sjálfsmynd af sér

Api á ekki höfundarétt á sjálfsmynd af sér

Er svart-hamur að koma í macOS 10.14?

Er svart-hamur að koma í macOS 10.14?