Mun Apple Watch loksins fylgjast með svefnvenjum?

Mun Apple Watch loksins fylgjast með svefnvenjum?

Það er eitt og annað í gangi í slúðrinu í tækniheiminum en ein sagan sem er í gangi er sú að Apple ætli loksins að verða af því að leyfa Apple Watch að fylgjast með svefnvenjum og koma mögulega í veg fyrir hrotur sem geta minnkað svefngæði.

Forrit sem kallast "Sleep Cycle" mun þannig fylgjast með hvernig þú sefur og ef þú sefur ekki vel, t.d. vegna þess að þú ert að hrjóta eða annars þá mun úrið aðeins láta vita af sér svo þú hættir að hrjóta án þess þó að vekja þig alveg, þetta kallast þögul vekjaraklukka eða silent alarm. Þá hristist úrið eilítið sem dugar til að vekja þig, en samt ekki úr djúpsvefni.

Vandinn hingað til hefur verið sá að rafhlaðan hefur ekki verið sérstaklega öflug og því hafa flestir hlaðið úrið á nóttunni. Þessi notkun á að taka litla orku og því ætti úrið ekki að tæmast yfir nóttina. Hins vegar þarf mögulega að hlaða það aftur næsta dag.

Apple mun einnig bæta verulega rafhlöðuendinguna í Apple Watch 4 sem verður væntanlega kynnt á árinu en þrátt fyrir að Apple Watch sé eitt mest selda snjallúrið á markaðnum þá eru önnur úr eins og FitBit, Garmin og fleiri með margfalt betri rafhlöðuendingu.

Apple býður upp á frí rafhlöðuskipti á 13" MacBook Pro 

Apple býður upp á frí rafhlöðuskipti á 13" MacBook Pro 

Jóhannes Haukur með stórt hlutverk í The Innocents

Jóhannes Haukur með stórt hlutverk í The Innocents