Api á ekki höfundarétt á sjálfsmynd af sér

Api á ekki höfundarétt á sjálfsmynd af sér

Bandarískir dómstólar hafa dæmt ljósmyndara í vil vegna höfundaréttarmáls sem dýraverndunarsamtökin PETA höfðuðu vegna sjálfsmyndar sem api tók og er orðin heimsfræg. Dómstóllinn segir að þrátt fyrir að apinn hafi smellt af þá sé það eigandi myndavélarinnar sem á höfundaréttinn af myndinni.

Málið snýst um myndina hér að neðan en ljósmyndarinn David Slater skildi myndavél ásamt öðrum búnaði eftir í frumskógi þar sem hann var að mynda. Apinn Naruto fór að fikta í myndavélinni og tók þessar líka ágætu sjálfsmyndir af sér sem urði heimsfrægar - enda frekar skemmtilegar.

PETA vildi að apinn fengi að eiga höfundaréttinn af myndunum og þá tekjurnar sem sala á myndunum myndu skapa. Dómstóllinn var ekki sammála þessu og féll dómur á þeim rökum að api getur ekki farið í dómsmál til að fá höfundarétt af myndum. 

Ljósmyndarinn á þá myndina í myndavélinni, jafnvel þó apinn hafi smellt af. David er væntanlega himinlifandi með þennan dóm enda hefur myndin nú þegar verið notuð í auglýsingar og markaðsefni - án leyfis apans reyndar.

Macaca_nigra_self-portrait__rotated_and_cropped_.0.jpg
Avengers: Infinity War fær stórgóða dóma

Avengers: Infinity War fær stórgóða dóma

Fitbit Versa fær góða dóma

Fitbit Versa fær góða dóma