Apple sendir út nýjar betur

Apple sendir út nýjar betur

Það er varla liðinn dagur síðan Apple sendi út iOS 10.3 og uppfærslum á öðrum stýrikerfum í Apple Watch, Apple TV og fyrir Mac OS - þá koma beturnar. 

Apple sendi í gær betur fyrir iOS (10.4 B1) en einnig fyrir Apple úrið og Apple TV. Við fyrstu sýn virðast þessar uppfærslur ekki stórtækar en oftast segir stærðin á uppfærsluskránum mikið um hversu stór breytingin er. Í þetta skipti virðist vera hugsað um að lagfæra það sem betur mátti fara í lokaútgáfu af iOS 10.3 en nokkrar nýjungar er þó að finna.

Í iOS 10.4 er AirPlay II komið aftur og iMessage er núna tengt í gegnum iCloud þannig að þú getur alltaf skoðað skilaboð og sent úr skýinu. Þetta var í betunni af 10.3 en fór út þegar lokaútgáfan var aðgengileg. Þetta þýðir að ef þú eyðir skilaboðum á einu tæki sem er tengt við iCloud þá eyðist það líka á öðrum tækjum - sem er mjög hentugt.

Apple er líka að hugsa um HomePod en núna er hægt að stjórna nokkrum HomePod hátölurum í einu. T.d. ef þú ert með einn í eldhúsinu og annan í stofunni þá er það hægt í iOS 10.4 með AirPlay II. 

Leica 0 seldist á um 300 milljónir

Leica 0 seldist á um 300 milljónir

Apple kynnir ódýrari iPad-a sem styðja Apple pennann

Apple kynnir ódýrari iPad-a sem styðja Apple pennann