Leica 0 seldist á um 300 milljónir

Leica 0 seldist á um 300 milljónir

Leica-myndavélar eru fjarri því að vera ódýrar en sú dýrasta seldist á uppboði nýverið - á um 300 milljónir! 

Um er að ræða Leica 0-series 122 en aðeins 25 vélar voru framleiddar árið 1923. Þetta voru frumgerðir af Leica myndavélunum sem síðar komu og hafa því gríðarlegt sögulegt gildi. Þessar vélar voru seldar á almennum markaði til að sjá hvernig almenningur myndi taka þeim. 

Vélin sem um ræðir er í óvenjulega góðu standi og meira að segja með upprunalegu lakki. 

Eins og áður sagði var kaupverðið um 2.9 milljónir dollara eða um 300 milljónir og er talið að þetta sé dýrasta myndavél sem selst hefur á uppboði.

Í dag er hægt að kaupa Leica M Monochrom - Stealth Edition á um 12.500 dollara en sú vél er aðeins framleidd í takmörkuðu upplagi. Spurning um að skella sér á eina og vona að verðið margfaldist á komandi áratugum?

Leica M Monochrom - Stealth Edition

Leica M Monochrom - Stealth Edition

Hvernig á að taka myndir af krökkunum í íþróttum?

Hvernig á að taka myndir af krökkunum í íþróttum?

Apple sendir út nýjar betur

Apple sendir út nýjar betur