Airport brotlendir

Airport brotlendir

Apple hefur tilkynnt að framleiðsla á Airport nettækjunum sé hætt að það standi ekki til að uppfæra þau í framtíðinni. Þetta eru reyndar varla neinar fréttir en Airport búnaðurinn hefur ekki verið uppfærður í einhver ár og Apple byrjaði árið 2016 að selja netbúnað frá öðrum í verslunum sínum.

Það er því ljóst að Airport Extreme og Airport Express ásamt Airport Time Capsule sem er afritunarlausn Apple verður ekki fáanleg innan skamms hjá Apple. 

Airport hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum notendum í Apple hagkerfinu en það er einfalt í notkun og auðvelt er að bæta við tækjum og slíku á netið ef þú ert með Apple tæki.

Hins vegar eru mörg fyrirtæki í netheiminum löngu búin að stinga Apple af hvað varðar hraða og gæði og því til lítils fyrir Apple að halda áfram að selja þessi tæki nema að uppfæra þau algjörlega.

Airport hefur því brotlent - en aðrar og betri lausnir eru nú þegar til út um allt.

Breytist landslag fréttaljósmyndunar til frambúðar?

Breytist landslag fréttaljósmyndunar til frambúðar?

Avengers: Infinity War fær stórgóða dóma

Avengers: Infinity War fær stórgóða dóma