Breytist landslag fréttaljósmyndunar til frambúðar?

Breytist landslag fréttaljósmyndunar til frambúðar?

Þær fregnir bárust umhelgina að fréttaljósmyndarinn Shah Marai hafi dáið en hann var einn þeirra 25 sem létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl. Andlátið mun væntanlega hafa mikil áhrif á störf fréttaljósmyndara en árásarmaðurinn dulbjó sig sem fréttaljósmyndara til að komast inn á vettvang árásar sem varð stuttu á undan og sprengdi hann sig svo þar í loft upp. 

Nú eru margir að hugsa um hvort fréttafólk og fréttaljósmyndarar þurfa að taka enn meiri áhættu en áður til að fjalla um þær hörmungar sem geysa á stríðshrjáðum svæðum. Hingað til hafi auðkenni þeirra, sem hefur t.d. verið myndavélar, hjálpað þeim að komast á lokuð svæði og sýna heiminum það sem er að gerast á þessum svæðum.

45 særðust í árás­un­um en árás­arstaður­inn var skammt frá höfuðstöðvum NATO í Kabúl sem og for­seta­höll­inni. 

Shah Marai myndaði fyrir AFP fréttastofuna og lætur hann eftir sig konu og 6 börn. 

Shah Marai

Shah Marai

Myndband I Nokkur góð ráð um hraða, ljósop og ljósnæmni

Myndband I Nokkur góð ráð um hraða, ljósop og ljósnæmni

Airport brotlendir

Airport brotlendir