Brian Worley fræðir áhugasama um fókuskerfi og flass-notkun á 5D og 1D á morgun

Brian Worley fræðir áhugasama um fókuskerfi og flass-notkun á 5D og 1D á morgun

Eigendur Canon vélanna 5D Mark IV og 1D X Mark II ættu að skella sér á námskeið sem Origo er með á morgun en þar mun sérfræðingurinn Brian Worley kenna notendum á fókuskerfi vélanna og notkun á Speedlite flasskerfinu frá Canon.

Ef það er eitt sem maður hefur lært þá er það að maður hefur aldrei lært nóg og þessar vélar eru með margslunginn fókuskerfi sem alltaf má læra á. 

Námskeiðin eru á morgun, laugardag, í ráðstefnusal Origo í Borgartúni og er verðinu stillt í hóf. 

Smelltu hérna til að skrá þig


Það er ljósmyndarinn og Canon EOS sérfræðingurinn Brian Worley sem annast kennsluna en hann starfaði í 15 ár hjá Canon Europe og tók m.a. þátt í að aðstoða evrópsk fyrirtæki að hefja sölu á stafrænum myndavélum.

Brian hefur annast þjálfun á mörgum starfsmönnum Canon og er einn helsti EOS sérfræðingur Evrópu og þótt víðar væri leitað og því mikill hvalreki fyrir íslenska áhuga- og atvinnuljósmyndara.

Brian hætti hjá Canon í lok árs 2010 og stofnaði þá fyrirtækið p4pictures til að deila sinni þekkingu og þjálfa ljósmyndara á öllum stigum. Hann er meðhöfundur tveggja ljósmyndabóka, Better Images with Canon Compact Cameras og Better Images with Canon Lenses and Flash.

Brian Worley ræðir við Kassinn.net um framtíð ljósmyndunar

Brian Worley ræðir við Kassinn.net um framtíð ljósmyndunar

Snapchat byrjar að nota 3D fítusa á iPhone X

Snapchat byrjar að nota 3D fítusa á iPhone X