Nova fyrst með VoLTE fyrir farsíma

Nova fyrst með VoLTE fyrir farsíma

Nova hefur opnað á VoLTE á snjallsímum sem geta nýtt sér þessa tækni. Með VoLTE nýtir síminn mun stærri gagnatengingu fyrir myndsímtöl og talsímtöl og eru gæðin margfalt betri en með hefðbundnu 3G/4G tengingu - nú sérðu og heyrir allt í háskerpu!

„Þessi lausn er í boði fyrir iPhone 6 og nýrri týpur af sömu tegund sem þýðir í dag allt upp í iPhone X. Til að hægt að sé að hringja VoLTE símtöl verður viðtakandi símtalsins að vera einnig með síma sem styður við tæknina en fyrir virkar VoLTE í Samsung Galaxy S7 og Note8.“

Til að VoLTE virki í iPhone símum verður að uppfæra stýrikerfið í iOS 11.3 eða nýrra stýrikerfi. „Til að virkja svo lausnina þurfa notendur að fara inn í Settings, þaðan inn í Mobile Data svo mobile Data opitons, smella á Enable LTE og svo á Voice and Data. Þá verður allta hraðara og skýrara," segir Magnús Árnason markaðsstjóri Nova.

Hin stóru símafyrirtækin hafa enn ekki tilkynnt hvenær þau munu opna á þessa tækni fyrir viðskiptavini.

Myndband - Han Solo er að koma!

Myndband - Han Solo er að koma!

Brian Worley ræðir við Kassinn.net um framtíð ljósmyndunar

Brian Worley ræðir við Kassinn.net um framtíð ljósmyndunar