Hópmálsókn vegna gallaðra lyklaborða á MacBook Pro

Hópmálsókn vegna gallaðra lyklaborða á MacBook Pro

Apple hefur fengið á sig hópmálsókn vegna lyklaborða á MacBook Pro en hópur notenda hefur kvartað yfir endingu á "butterfly" lyklaborðinu og vill meina að stafirnir eigi til að festast eða hreinlega detta af. 

Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem Apple fær á sig málsókn en t.d. samdi Apple um viðgerðir á iPhone 6 símum vegna rafhlöðuvanda sem rekið var til stillinga í stýrikerfi símanna, iOS, en þar voru símarnir viljandi gerðir kraftminni til að lengja líf rafhlöðunnar. Apple féllst á að skipta um rafhlöður í þeim símum, notendum að kostnaðarlausu.

Það kemur í ljós á komandi vikum hvað verður um þessa málsókn en þess má geta að á Íslandi er 2 ára ábyrgð á Apple vörum og geta notendur farið með vélarnar í Epli, umboðsaðila Apple á Íslandi, ef þeir verða varir við einhver vandamál.

Nike Sport Loop fáanlegt fyrir Apple Watch

Nike Sport Loop fáanlegt fyrir Apple Watch

Stórkostlegt myndband með Deadpool og Beckham!

Stórkostlegt myndband með Deadpool og Beckham!