Nike Sport Loop fáanlegt fyrir Apple Watch

Nike Sport Loop fáanlegt fyrir Apple Watch

Margir Apple Watch notendur hafa beðið spenntir eftir að fá ól á úrið sem er góð í ræktina en er samt ekki gúmmíólin sem fylgir með eða úr efni eins og leðri eða málmi sem þolir ekki vel svita og bleytu.

Nú geta þessir aðilar hoppað í húrrakasti en það var að detta í sölu hjá Apple ólar sem kallast Nike Sport Loop - sem eru frábærar! 

Ólarnar eru úr nælon efni sem þolir svita og vatn en efnið hrindir frá sér vatni og er mjög fljótt að þorna verði það gegnsósa. Þessar ólar er aðeins þykkari og þægilegri en spoort loop ólarnar sem Apple hefur hingað til boðið uppá sem og eru þær smekklegri hönnunarlega.

Kassinn.net skellti sér á eina í New York nýverið og þessar ólar fá okkar meðmæli. 

Smelltu hérna til að sjá ólarnar hjá Apple. Þær eru ekki komnar til Íslands en vonandi verða þær í boði hér á klakanum sem fyrst.

Er Google loksins að koma í alvöru samkeppni við Apple Watch?

Er Google loksins að koma í alvöru samkeppni við Apple Watch?

Hópmálsókn vegna gallaðra lyklaborða á MacBook Pro

Hópmálsókn vegna gallaðra lyklaborða á MacBook Pro