Airfly tengir þráðlausu heyrnartólin með snúru! - UPPFÆRT

Airfly tengir þráðlausu heyrnartólin með snúru! - UPPFÆRT

Hversu margir eru að nota heyrnartól eins og Airpods eða SoundSport og myndi vilja t.d tengja þau við afþreyingarkerfi flugvéla eða sjónvarpið á æfingartækinu í ræktinni - sem hingað til hefur ekki verið hægt. 

Það er samt lausn á þessu sem er Airfly en það er lítið tæki sem tengist með snúru í afþreyingartæki og þú getur svo parað þráðlausu heyrnartólin við Airfly og hlustað. Þetta er frábær lausn t.d. fyrir þá sem ferðast mikið en nenna ekki að vera með mörg heyrnartól.

Við vitum ekki hvort þau séu til á Íslandi en ef einhver er að selja þau þá má sá og hin sami gefa sig fram og við sendum honum peningana okkar. 

Þangað til er hægt að panta þau erlendis frá en það er Twelve South sem framleiðir Airfly.

UPPFÆRT: Epli.is og Macland eru komin með Airfly í sölu og við fögnum því!

f334366970234c733ab055008a2d3105616000a3.jpg
iOS 11.4 væntanlegt í næstu viku?

iOS 11.4 væntanlegt í næstu viku?

iOS 11.4 loka-betan komin út?

iOS 11.4 loka-betan komin út?