Snapchat setur inn óstjórnlegar auglýsingar

Snapchat setur inn óstjórnlegar auglýsingar

Snapchat er byrjað að setja inn auglýsingar í appið sitt en þær eru þannig að það er ekki hægt að sleppa þeim eða spóla yfir þær. Þær eru 6 sekúndna langar og notendur verða að sætta sig við að horfa á þær til enda til að geta haldið áfram að skoða efni Snapchat.

Þetta hefur legið í loftinu en Snapchat hefur þurft að gera allskyns breytingar á forritinu sínu eftir að fólk kvartaði undan breytingum á því og stórir áhrifavaldar einfaldlega hættu að nota það. Fyrirtækið reynir því eftir megni að skapa tekjur til að halda sér á floti og er þetta ein leiðin sem Snapchat hefur gert til að fá skilyrt áhorf.

hvort þetta draga enn meira úr áhuga á Snapchat skal ósagt látið en margir hafa einfaldlega hætt að nota það þar sem samskonar fítusar eru að finna í Instagram og Facebook. 

snapchat-ads.jpg
Myndband I Deadpool tekur yfir Old Trafford

Myndband I Deadpool tekur yfir Old Trafford

Er Google loksins að koma í alvöru samkeppni við Apple Watch?

Er Google loksins að koma í alvöru samkeppni við Apple Watch?