Tweetbot með nýja útgáfu fyrir Mac-notendur

Tweetbot með nýja útgáfu fyrir Mac-notendur

Eftir að Twitter hætti að uppfæra Mac-forritið sitt þá hafa margir beðið eftir öðru forriti sem er nothæft en því miður blokkar Twitter sjálft ákveðna valkosti sem það sjálft notar og því geta önnur fyrirtæki ekki komið með útgáfu sem styður að fullu allt sem Twitter hefur uppá að bjóða.

Eitt forrit kemst samt nærri þessu en það er Tweetbot sem var að koma með glænýja útgáfu af forritinu sem gerir það líklega eins gott og Twitter-forrit á Mac verða.

Tweetbot 3 er komið með nýjungar eins og Dark mode en þá geturðu haft alla umgjörð forritsins dökka, búið er að endurhanna hliðarborða forritsins til að auðvelda að fara á milli notenda og margt annað áhugavert.

Tweetbot 3 kostar um 10 dollara og við fyrstu sýn virðist það vel þess virði.

Meira um Tweetbot 3 þegar við höfum prófað það.

Sagan á bakvið myndina I Þráinn Bertelsson

Sagan á bakvið myndina I Þráinn Bertelsson

iOS 11.4 væntanlegt í næstu viku?

iOS 11.4 væntanlegt í næstu viku?