Newton póstforritið segir ÚT með útboxið

Newton póstforritið segir ÚT með útboxið

Kassinn.net fjallaði á dögunum um póstforritið Newton Mail en það er forrit sem tengist inn á sérstaka póstþjóna og þannig er t.d. hægt að sjá hvort viðtakandi pósts sé búinn að opna hann. Svona einskonar "Seen" eins og á Facebook. Nú hefur Newton gengið skrefi lengra en í útgáfunni sem var að koma út þá er Útboxið eða "Sent mail" mappan óþörf - LOKSINS!

Screen Shot 2018-05-02 at 15.47.22.jpg

Núna fer allur póstur á aðalsíðu Newton og ef þú sendir tölvupóst þá kemur hann í eiginlega Innhólfinu þannig að ef þú vilt skoða póst sem þú sendir eða sjá hvort hann hafi verið skoðaður þá sérðu hann á aðalsíðunni og því ekki lengur þörf á að fara í "Sent mail" til að finna póstinn. 

Þetta gerir Newton Mail meira líkt skilaboðaforritum eins og Messenger eða iMessage þar sem þú sérð öll skilaboð sem samtal. 

Til að kveikja á þessum fítus þá ferðu í Settings > General > Conversation View > True Inbox within the Newton Mail og þá færðu allan póst sem er sendur líka í innhólfið sem samtal. Þetta á við um útgáfuna fyrir MacOS, Windows, Android eða iOS. 

Screen Shot 2018-05-02 at 15.35.46.jpg

Newton Mail kostar 49.99$ á ári í áskrift sem er hverrar krónu virði - hægt er að prófa frítt í 14 daga en svo tekur áskrift við.

Kassinn.net mælir með - og notar Newton Mail!

Hér má sjá að það er búið að opna póstinn

Hér má sjá að það er búið að opna póstinn

hVAR er fjörið í því?

hVAR er fjörið í því?

Myndband I Nokkur góð ráð um hraða, ljósop og ljósnæmni

Myndband I Nokkur góð ráð um hraða, ljósop og ljósnæmni